Verkir / Vefjagigt

Sumir þjást stöðugt af verkjum og vöðvabólgu og hafa jafnvel þróað með sér vefjagigt.

Vefjagigt er engin venjuleg gigt. Enn í dag er ekki fullvitað afhverju hún kemur en þó eru ýmsar kenningar í gangi. Vefjagigt liggur ekki í genum en ákveðin gen geta þó ýtt henni af stað ef of mikil streita, álag og áföll eru í lífi viðkomandi.

Flestir sem greinast með vefjagigt eða telja sig hafa hana eiga það sameiginlegt að hafa greinst með áfallastreituröskun eða upplifað áföll sem börn, unglingar eða síðar meir. Einhverjir hafa fengið hana við það eitt að lenda í slysi og þá helst undir álagi.

Dáleiðsla er ein besta meðferð til að losna við streitu, verki og læra að lifa með gigt þannig að þú upplifir jafnvel að þú sér laus. Sagt er að Vefjagigt fari ekki sé hún komin en með breyttu hugarfari og lifnaðarháttum geta einkenni horfið og legið í dvala mánuðum saman.

Þegar verkir eru í stóru hlutverki, nánast allan sólarhringinn er auðvelt að missa stjórn, falla í depurð, þróa með sér áhyggjur og missa svefn en það er akkúrat vinnan í dáleiðslunni að læra að sleppa taki þegar allt virðist vera að fara á versta veg.

Vöðvabólga er dæmigert einkenni streitu.
Hægt er að losna við streitu með því að mæta reglulega í heilsunudd, minnka álag, breyta mataræði, stunda hreyfingu reglulega, vinna sig frá henni í dáleiðslumeðferð, jóga eða hugleiðslu, minnka koffeindrykki, sykur, nikótín og stilla áfengi í hóf.